Nýlega kom fram að stefna Fréttablaðsins er „að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum [og blaðið] aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar.“

Glöggur greinandi Viðskiptablaðsins sagði réttilega: „Menn þurfa ekki að vera neitt sérstaklega læsir á pólitík til þess að átta sig á því að blaðið er að gera erindi Viðreisnar að sínu.“ Auðvitað dettur engum í hug að annar flokkur á Íslandi standi vörð um þessi sjálfsögðu grunngildi.

Líklega er ekkert eins skaðlegt efnahagslífinu og þegar ríkið réttir atvinnuvegum hjálparhönd. Hlutverk stjórnmálanna er að setja reglur sem tryggja heilbrigðan og heiðarlegan rekstur, ekki að segja hvaða atvinnugreinar eru...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson