Emil Þór Guðbjörnsson fæddist á Þórshöfn á Langanesi 15. júlí 1952. Hann lést á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi 29. október 2019. Foreldrar hans voru Guðbjörn Jósíasson, f. 12.3. 1921, d. 15.1. 2010 og Aðalbjörg Guðmundsdóttir, f. 20.1. 1925, d. 10.10. 2012. Systkini Emils Þórs eru: Gunnar Sigurðsson, f. 24.8. 1942, Guðmundur Hólm, f. 7.6. 1945, d. 19.2. 2017, Reynir Eðvarð Guðbjörnsson, f. 26.6. 1946, d. 1.3. 2010 og Ester Guðbjörnsdóttir, f. 16.4. 1961. Emil bjó fyrstu sex ár ævinnar á Þórshöfn. Árið 1958, þá sex ára, fluttist hann með foreldrum sínum í Gróðrarstöðina á Akureyri þar sem faðir hans starfaði sem ráðsmaður hjá Tilraunastöð ríkisins. Þar var m.a. stunduð nautgriparækt, kartöflurækt og allur búskapur sem því fylgdi. Emil tók virkan þátt í þeim störfum. Árið 1970 fluttist fjölskyldan í Áshlíð 11 sem Guðbjörn byggði, með aðstoð Emils.

Þann 19. júlí 1975 kvæntist Emil Hrafnhildi Jónsdóttur, f. 20.7. 1953, dóttur hjónanna Bjarndísar Þorgrímsdóttur,...