Baksvið

Stefán Einar Stefánsson

ses@mbl.is

Forsvarsmenn flugfélagsins Play hyggjast stækka flugvélaflota félagsins mjög hratt á komandi misserum, gangi áætlanir þeirra eftir. Þetta má lesa úr fjárfestakynningu sem fjármálafyrirtækið Íslensk verðbréf (ÍV) hefur kynnt fyrir fjárfestum í von um að afla nýs hlutafjár til félagsins.

Líkt og fram hefur komið er stefnan sett á að félagið hefji rekstur fyrir lok þessa árs með tvær vélar í förum milli Íslands og Evrópu. Verða þær af gerðinni Airbus A320 og A321 skv. fyrrnefndri kynningu er ætlunin að floti félagsins muni einvörðungu skipaður vélum af þeirri tegund. Sérstaklega er tiltekið þar að félagið hyggist ekki taka breiðþotur í sína þjónustu.

Félagið mun hins vegar ekki ætla að vera með svo fáar vélar á sínum snærum lengi. Þannig er ætlunin að þrefalda flotann strax í maí á næsta ári og mun hann þá skipaður sex vélum. Sléttu

...