Ég kemst í gott skap þegar ég heyri Skagfirðinga syngja. Fyrir tveimur vikum fór ég að hlusta á Geirmund Valtýsson og hjómsveit hans á aukatónleikum í Salnum í Kópavogi fyrir troðfullu húsi í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá því að hann hóf sinn tónlistarferil. Það var ekki amalegt að sjá og heyra sjálfan sveiflukónginn og bindindismanninn syngja „Nú er ég léttur og orðinn nokkuð þéttur“ – eigið lag og texta.

Þakið ætlaði að rifna af Salnum. Kvöldið eftir lék Geirmundur fyrir dansi á Kringlukránni en ók svo norður til að sinna búinu á Geirmundarstöðum eins og ekkert hefði ískorist.

Fleiri komu með Skagafjörð á bakinu á höfuðborgarsvæðið þessa helgi. Álftagerðisbræður fylltu Eldborgina í Hörpu tvívegis og allt ætlaði vitlaust að verða. Óskar kynnti atriðin og sagði örsögur eins og Skagfirðingum er lagið, sbr. svipmyndina sem hann brá upp af Skagfirðingi sem kom frá útför bróður síns á Siglufirði og sagði: „Nú erum við allir...

Höfundur: Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com