Eftir Kristján Þór Júlíusson: „„Þar eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt samfélag, m.a. í ljósi þess að rúmlega 98% af íslensku sjávarfangi eru flutt á erlendan markað.““
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson

Aukið gagnsæi í rekstri stærri fyrirtækja og samstarf við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Markmið þeirra er að auka traust á íslensku atvinnulífi eftir umfjöllun um viðskiptahætti Samherja í síðustu viku.

Rétt er halda því til haga að íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum ráðist í miklar úrbætur á sviði peningaþvættis, mútubrota og skattundanskota. Hins vegar hefur þetta mál gefið tilefni til frekari aðgerða líkt og ríkisstjórnin hefur nú samþykkt. Þær aðgerðir eiga það sameiginlegt að verið er að bregðast við með almennum hætti og rétt að gera nokkra grein fyrir þeim aðgerðum sem helst snerta mitt ráðuneyti.

Aukið gagnsæi í rekstri stærri fyrirtækja

Undirbúningur er hafinn að lagafrumvarpi um ríkari upplýsingaskyldu hlutfallslega stórra fyrirtækja sem geta haft kerfislæg áhrif í íslensku efnahagslífi. Er...