Þingsályktunartillaga um óháða úttekt á Landeyjahöfn var samþykkt í gær með 55 atkvæðum.

Í henni felst að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta nú þegar hefja óháða úttekt á Landeyjahöfn. Henni á að vera lokið 31. ágúst 2020. Flutningsmenn voru níu þingmenn Suðurkjördæmis úr öllum flokkum.

Í greinargerð eru spurningar sem óskað er svara við. Þ. á m. hvort hægt sé að gera úrbætur svo dýpkunarþörfin minnki verulega eða hverfi. Þyki slíkar úrbætur ekki gerlegar, hvaða dýpkunaraðferð þyrfti þá til að halda höfninni opinni allan ársins hring.