Eftir Albert Þór Jónsson: „Nú er rétti tíminn til að hefja söluferli á eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka og Landsbanka og minnka þannig áhættu ríkissjóðs til lengri tíma.“
Albert Þór Jónsson
Albert Þór Jónsson
Sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar hagræðingu, betri rekstur og er verðmætasköpun. Flestir eru sammála um að sameining framangreindra banka búi til stærri og söluvænlegri banka með fjölbreytt eignarhald og eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verði verðmætari í kjölfarið. Flestir sem fylgjast með bankamarkaði eru sammála um að hagræðing og hagkvæmni í rekstri banka þurfi að aukast til lækkunar á verði á veittri þjónustu. Sameining fyrrgreindra banka gæti sparað um 15 ma.kr. árlega í rekstrarkostnað. Með sameiningu Íslandsbanka og Arion banka gæti ríkissjóður átt um 40% hlut í stórum banka sem skráður yrði á markað bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Stærðarhagkvæmni er lykilþáttur í rekstri banka í nútímahagkerfi. Evrópskir bankar hafa verið í miklum niðurskurði og kostnaðarhagræðingu á undanförnum tveimur árum. Samkvæmt framtíðarsýn Bankasýslu ríkisins frá 12. mars 2012 kemur fram varðandi tímasetningu söluferlis bankanna: „Bankasýsla ríkisins telur...