— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jólaskógur var opnaður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Þetta var í áttunda skipti sem Tjarnarsalnum var breytt í jólaskóg. Hönnun og framkvæmd var í höndum Steins Einars Jónssonar upplifunarhönnuðar. Grýla og Leppalúði mættu og sögðu leikskólabörnum sögur af jólasveinunum.