Brynja Dögg Guðmundsdóttir
Brynja Dögg Guðmundsdóttir
Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem lögfræðingur hefur verið sett framkvæmdastjóri kirkjuráðs frá og með 14. nóvember sl. og til vors 2020.

Brynja lauk BA-námi frá lagadeild Háskóla Íslands vorið 2009 og meistaranámi vorið 2011. Þá hefur hún lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Brynja hefur starfað sem persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu og að undanförnu einnig sem jafnréttisfulltrúi. Brynja hefur starfað á Biskupsstofu í rúmt ár.