Eftir Hjálmar Magnússon: „Sigldi Píþeas hér norður um höf og skrifaði sögur um ferðir sínar sem samferðamenn hans skildu ekki.“
Hjálmar Magnússon
Hjálmar Magnússon
Þær eru margar gömlu sagnirnar — sem við í nútímanum getum nálgast, það gerir hin mikli fróðleikur sem hægt er að nálgast á þeirri upplýsingaöld sem við nútímamenn lifum á og getum notfært okkur ef við kunnum á tölvuna okkar. Þar má byrja að nefna ferð hins grískættaða Píþeasar sem ferðaðist á kostnað auðugra kaupmanna frá Marsille í Frakklandi sem þá kallaðist Massilía því á þeim tímum var borgin grísk nýlenda, sigldi hann hér norður um höf og skrifaði sögur um ferðir sínar sem samferðamenn hans skildu ekki. Þannig að í aldir voru frásagnir hans álitnar lygasögur og ekki trúað og þurfti hann að gjalda þess í sínu lífi og var álitinn stórlygari. Menn verða að athuga það að Píþeas var uppi árið um það bil 530 fyrir Krists burð sem þýðir að hann var uppi tæpum 1.500 árum fyrir skráð landnám Norðmanna á Íslandi, þannig að skoðanir manna og sýn á veröld okkar var allt önnur í þá daga en er í dag og hefur þekking manna á umheiminum aukist mikið með góðum...