Silja Elsabet Brynjarsdóttir mezzósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari koma fram á Kúnstpásu Íslensku óperunnar í Norðurljósum Hörpu í dag, þriðjudag, kl. 12.15. Á efnisskránni eru aríur og sönglög eftir Bizet, Verdi, Massenet, Donizetti og Schubert.

Tónleikarnir standa í um það bil 30 mínútur. Aðgangur er ókeypis.