Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun mæla fyrir frumvarpi um stuðning til einkarekinna fjölmiðla á Alþingi á næstu dögum. Síðan mun allsherjar- og menntamálanefnd fjalla um frumvarpið.

„Málið er nú komið til þingsins og er ég ánægð með það. Mikilvægt er að styrkja umgjörð fjölmiðla á Íslandi. Frumvarpið er liður í því,“ sagði Lilja í skriflegu svari til Morgunblaðsins í gærkvöld.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins afgreiddi frumvarpið í gær með nokkrum fyrirvörum og snúa þeir m.a. að þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði og útfærslu á þeim styrkjum sem finna má í frumvarpinu.

gudni@mbl.is, johann@mbl.is