Bryndís Björk Kristjánsdóttir hlaut fjölþætta áverka þegar hún datt ofan í sprungu. Hún lætur ekki deigan síga og hefur náð góðum bata en glímir þó enn við eftirköst slyssins.
Bryndís Björk Kristjánsdóttir hlaut fjölþætta áverka þegar hún datt ofan í sprungu. Hún lætur ekki deigan síga og hefur náð góðum bata en glímir þó enn við eftirköst slyssins. — Morgunblaðið/Ásdís

Ásdís Ásgeirsdóttir

asdis@mbl.is

Íþróttakennarinn og leiðsögumaðurinn Bryndís Björk Kristjánsdóttir datt ofan í djúpa sprungu haustið 2014. Hún slasaðist illa á höfði og glímir enn við eftirköst slyssins nú fimm árum síðar. Þrjóskan og jákvæðnin fleyta henni langt og lætur hún hverjum degi nægja sína þjáningu.

Morguninn sem blaðamaður fór til fundar við Bryndísi Björk Kristjánsdóttur var ískalt úti og myrkrið alltumlykjandi, enda styttist óðfluga í dimmasta dag ársins. Bryndís samþykkti að koma í viðtal en bar upp eina bón; að finna kaffihús sem selur gott kaffi og almennilegt croissant. Það var auðsótt mál og hittumst við snemma morguns á Kaffitári. Þegar kaffið var komið í bollana og stórt croissant á diskinn hóf Bryndís frásögn sína um daginn örlagaríka sem breytti lífi hennar til frambúðar, en einnig um árin þar á eftir. Það er nefnilega oft þannig að sagt er frá slysum, og jafnvel talað við fólk stuttu síðar,