Eftir Vilhjálm Vilhjálmsson: „Borgarfulltrúi meirihlutans segir þetta svæði líta illa út, þar sé stunduð vafasöm starfsemi og þar megi jafnvel sjá kanínur á ferð.“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Í mörgum stórum mikilvægum málum sem meðal annars varða aukið umferðaröryggi á vegum borgarinnar og verndun umhverfis hefur núverandi meirihluti í Reykjavík sýnt af sér bæði ráðaleysi og yfirgang.

Af mörgu er að taka en í þessari grein verður sérstaklega fjallað um eftirtalin málefni:

Elliðaárdalurinn

Meirihutinn hefur samþykkt að heimila stórfellda uppbyggingu í Elliðaárdal norðan Stekkjarbakka. Meðfram Stekkjarbakka stefnir meirihlutinn að uppbyggingu á fjórum lóðum og að heimila þar hvorki meira né minna en um 12.000 fermetra byggingarmagn. Einnig er útilokað að Stekkjarbakkinn verði fjögurra akreina gata eins og áður var stefnt að. Umferð um Stekkjarbakkann er þegar orðin verulega mikil og stefnir í óefni. Fjölgun gangandi og hjólandi vegfarenda mun ekki leysa umferðarvandann á þessari götu.

Borgarfulltrúi meirihlutans segir að þetta svæði líti illa út, þar sé

...