Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Næstu daga má búast við umhleypingum í veðri og sterkum áhrifum af lægðum sem koma úr suðvestri. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni um tíðarfarið að undanförnu, sem einkennst hefur af snjókomu og hvassviðri. Eitthvað mun lægja undir næstu helgi, en langtímaspár gera ráð fyrir því að veltingurinn í veðrinu haldi áfram.

Styrkurinn eflist

Samgöngur á landinu röskuðust mikið um helgina. Stórhríð var víða og hífandi rok, svo leiðir lokuðust, bílar fór út af vegum, farþegar urðu innlyksa í þotum á Keflavíkurflugvelli og svo mætti áfram telja. Allt er þetta með sama svip og verið hefur frá 30. desember þegar urðu straumhvörf í meginhringrás norðurhvelsins.

„Á veturna er vestlæg átt ríkjandi umhverfis allt norðurhvelið og sú hringrás stjórnar veðrakerfunum,“ segir Einar. „Framan...