Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: „„Það er eins og þessir höfundar séu andvígir því andlega frelsi sem felst í frelsi okkar til tjáningar. Ritgerðin telst varla uppfylla fræðilegar kröfur sem gera verður til ritsmíða háskólakennara. Hún er frekar einhvers konar boðun á fagnaðarerindi höfundanna.““
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson

Flestum Íslendingum er ljóst að hér á landi er í gildi stjórnarskrárvarin regla sem telst vernda tjáningarfrelsi borgaranna. Telja má þessa reglu eina af grunnreglum sem hér gilda um samskipti milli manna. Ef einhver tjáir skoðun sem okkur líkar ekki er okkar aðferð fólgin í að njóta réttar til að tjá öndverða skoðun og færa fram rök fyrir henni. Við viljum forðast í lengstu lög að banna skoðanir annarra, þó að við samsinnum þeim ekki. Samt er að finna í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrár ákveðnar heimildir löggjafans til að setja tjáningarfrelsinu skorður í þágu tiltekinna réttinda annarra „enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum“. Öllum er ljóst að þessi heimild til takmörkunar frá meginreglunni er afar þröng, þó að sjá megi þess merki í framkvæmd dómstóla að of langt hafi verið gengið í takmörkunum.

Frelsi með ábyrgð er einstaklega vel lukkað fyrirbæri. Samt hefur þeim öflum vaxið ásmegin hin síðari ár sem vilja takmarka þetta frelsi

...