Tvennt veldur því öðru fremur hve lítið álit almenningur hefur á stjórnmálamönnum. Annars vegar hve auðveldlega þeir skipta margir um skoðun, jafnvel sannfæringu, eftir því hvað hentar þeirra frama hverju sinni. Hitt er hve fljótt þeir temja sér hroka og yfirlæti þegar þeir hafa náð þessum frama. Þeir tala niður til andstæðinga og svara með skætingi þegar þeir eru komnir í vanda.

Þegar forsætisráðherra var minnt á það á Alþingi að 75% sprota- og tæknifyrirtækja segja krónuna vera slæman eða alslæman gjaldmiðil svaraði hún með svipuðu fasi og sumir forverar hennar: „Þá er komið hér með svona gamla tuggu, myndi ég segja, um að allt sé þetta gjaldmiðlinum að kenna.“ Þegar þau fyrirtæki, sem eru líklegust til þess að bæta lífskjör á Íslandi í framtíðinni, segja út frá sinni reynslu eitthvað sem er ráðherranum ekki að skapi er gert lítið úr þeim og áliti þeirra.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lentu í vandræðum síðastliðið sumar.

...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson