Arnar Gauti Reynisson
Arnar Gauti Reynisson
Leigufélagið Heimavellir hagnaðist um 795 milljónir króna á síðasta fjórðungi 2019, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Hagnaður ársins í heild nam 1,4 milljörðum króna, og margfaldaðist frá árinu á undan, en þá hagnaðist félagið um 48 milljónir króna.

Eignir drógust saman

Eignir félagsins drógust saman um rúm 5% á milli ára. Þær námu 54 milljörðum króna í lok árs 2019 en voru 57 milljarðar í lok 2018. Eigið fé Heimavalla er rúmir tuttugu milljarðar króna, og óx um 6% frá fyrra ári, þegar það var 18,8 milljarðar. Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok 2019 var 37,2%

Í tilkynningu félagsins segir að hagræðing í eignasafni félagsins hafi haldið áfram á árinu 2019 og voru 369 íbúðir seldar fyrir rúma ellefu milljarða króna. Söluandvirði íbúðanna var 3,7% yfir bókfærðu virði þeirra, eins og segir í tilkynningunni. Á sama tíma keypti félagið 114...