Anna Sóley Ásmundsdóttir söngkona kemur fram á tónleikum í Björtuloftum Hörpu á sunnudagskvöld kl. 20 en þeir eru í tónleikaröðinni Velkomin heim. Með henni leika Mikael Máni Ásmundsson á gítar, Birgir Steinn Theodorsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Efnisskráin verður byggð upp á nýlegum verkum eftir söngkonuna í bland við lög eftir listamenn sem hafa verið henni innblástur. Anna Sóley er í framhaldsnámi í söng í Amsterdam jafnframt því að sinna lagasmíðum.