Myndlistarkonan Gíslína Dögg Bjarkadóttir opnar í dag, laugardag, kl. 14 sýninguna „Segðu mér...“ í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17. Gíslína sýnir bæði ný og eldri grafíkverk sem öll tengjast í gegnum viðfangsefni fortíðarinnar, það er torfhleðslur gömlu torfbæjanna og mynstur sem byggjast á mynstrum Sigurðar Guðmundssonar málara.