Eftir Jón Gunnarsson: „Nú er tímabært að þau verkefni sem að þessu lúta og fullyrða má að mörg hver snerti þjóðaröryggi, fái flýtimeðferð í stjórnkerfinu.“
Jón Gunnarsson
Jón Gunnarsson
Það er fátt mikilvægara og meira gefandi í starfi þingmannsins en að heimsækja kjósendur á þeirra heimavelli hvort sem er á vinnustöðum eða á fundum.

Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur nú lokið fyrstu lotu ferðar sinnar um allt land með heimsóknum á yfir 30 staði og í meira en 100 lítil og meðalstór fyrirtæki. Framundan eru heimsóknir á höfuðborgarsvæðinu og til nokkurra annarra staða á landinu til að loka hringnum.

Slíkar heimsóknir krefjast mikils undirbúnings og á þessum árstíma verður einnig að treysta á að veðurguðirnir séu hliðhollir svo að ströng dagskrá gangi upp. Þetta gekk ótrúlega vel að þessu sinni.

En það er til lítils að leggja þennan undirbúning og vinnu á félaga okkar um land allt, nema fólk finni að slíkt beri árangur. Að það veganesti og þau skilaboð sem þingmenn fá frá mismunandi hópum samfélagsins í öllum landshlutum komi að notum.

Það sem mér finnst standa...