Ég styð kjarabaráttu hinna vinnandi stétta. Það eru grundvallarréttindi fólks að leita leiða til að fá kjör sín leiðrétt og ef viðsemjandi er ekki til viðræðu, að leggja þá niður störf. Það bitnar að sjálfsögðu á þeim sem njóta starfa þeirra, en það er tilgangurinn. Að skapa þrýsting. Til þess er þetta gert og ekkert óeðlilegt við það.

Ég styð jafnframt heilshugar að íslenskt samfélag fari í þá átt að meta að verðleikum þau sem annast börnin okkar, sjúka og aldraða. Ég styð að við breytum launakerfi okkar þannig að það sé ekki sjálfkrafa mismunun á launum þeirra sem annast fólk og þeirra sem annast fjármuni og eignir, svo dæmi séu tekin.

Það að ég styðji baráttu láglaunafólks gerir það ekki sjálfkrafa að verkum að ég telji að ekki eigi að meta menntun til launa, né heldur lít ég svo á að menntafólk sé andstæðingur þeirra sem eru með lág laun. Þeir sem hafa menntað sig eiga að njóta ávinnings af því. Þannig get ég ekki tekið undir

...

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir