Dauðadjúpar sprungur
er heiti sýningarinnar sem ljósmyndarinn Hallgerður Hallgrímsdóttir opnar í sýningarsalnum Ramskram á Njálsgötu 49 í dag, laugardag, kl. 17.
Hallgerður lauk BA-gráðu í myndlist í Glasgow árið 2011 og meistaragráðu við Valand akademíið í Gautaborg í fyrra. Um hið persónulega verk sem hún sýnir skrifar Hallgerður:
„Verkið kom til þegar frumburður okkar kom andvana í heiminn og allt breyttist. Margar myndanna man ég ekki eftir að hafa tekið. Sumar tók ég þegar ég vissi ekki hvað annað ég ætti af mér að gera.
Mánuðina eftir áfallið söfnuðust áteknar filmurnar upp. Ég eigraði um hverfið, við hjónin fórum í bíltúra og myndavélin var bara þarna, eitthvað til að gera, fela sig á bak við, tæki sem fylgdi lógík og reglum. Einn daginn tók ég síðan eftir filmuhrauknum í ísskápnum. Eftir það bættust myndir við safnið með meðvitaðri hætti.
Verkið
...