Eftir Guðlaug Þór Þórðarson: „Þessar breytingar tryggja nauðsynlegt jafnvægi milli festu og sveigjanleika innan utanríkisþjónustunnar.“
Guðlaugur þór Þórðarson
Guðlaugur þór Þórðarson

Þegar best lætur vinnur utanríkisþjónustan sem einn maður að því að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar á alþjóðavettvangi. Stjórnendur í utanríkisþjónustunni eru að stórum hluta úr hópi sendiherra. Þeir gegna ýmist stjórnunarstöðum í utanríkisráðuneytinu eða veita sendiskrifstofum forstöðu. Algengast er að þeir sem gegna þessum embættum hafi helgað feril sinn störfum í utanríkisþjónustunni og öðlast framgang í starfi uns þeir hafa orðið sendiherrar. Þó hefur einnig tíðkast í nokkrum mæli að skipa sendiherra sem ekki koma úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Hafa þeir í störfum sínum á öðrum vettvangi, svo sem stjórnmálum og viðskiptum, byggt upp þekkingu og tengsl á sviði alþjóðamála sem gagnast í hagsmunagæslu fyrir Ísland.

Núverandi fyrirkomulag ekki gallalaust

Þetta fyrirkomulag hefur að mörgu leyti gefist vel en það er ekki gallalaust. Samkvæmt núgildandi lögum hefur ráðherra að mestu...