Um sex ár eru frá því að Gunnar Smári Egilsson kynnti stofnun Fylkisflokksins, sem átti að tryggja inngöngu Íslands í Noreg. Þremur árum síðar fékk þessi „stofnandi“ Fylkisflokksins sem aldrei varð nýja hugmynd, ekki síður galna. Þá blés hann til stofnfundar Sósíalistaflokksins og taldi ekki fullreynt með þá verstu helstefnu stjórnmálanna.

Út úr þeim flokki spruttu framboð á öðrum vettvangi og hefur það skaðlegasta tvímælalaust verið framboðið í Eflingu og yfirtaka þess félags með hefðbundnum hreinsunum sósíalista, sem fram fóru á skrifstofu félagsins, og verkfallsátökum sem átt hafa stóran þátt í að ýta efnahagslífinu fram á ystu brún.

Nú virðist sem tekist hafi að semja við Eflingu og þá er ekki útilokað að þokkalegur friður geti orðið á vinnumarkaði um hríð, eða þar til samningar Eflingar losna á ný.

En þá ber svo við að Sósíalistaflokkurinn sendir nokkra menn í framboð í Félagi eldri borgara, þar með talinn

...