Baksvið

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

„Markaðurinn vill fisk en það geta verið vandamál við að koma honum á leiðarenda,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, sem er með laxeldi á Austfjörðum og er aðili að laxasláturhúsi á Djúpavogi. Miklar áskoranir blasa við laxeldismönnum vegna kórónuveirunnar; skerðing á sölumöguleikum vegna aðgerða stjórnvalda í helstu markaðslöndum og erfiðleikar með flutninga. Á móti kemur að fyrirtækin hafa möguleika á að geyma laxinn í kvíum um tíma og frysta lax til sölu síðar. Báðar þessar leiðir eru þó háðar takmörkunum.

Fiskeldið hefur eins og fleiri greinar matvælaframleiðslu undanþágu frá samkomubanni gegn stífum skilyrðum um smitvarnir í fyrirtækjunum. Lífið gengur því sinn vanagang úti á kvíunum og í sláturhúsum. Ógnin er þó yfirvofandi. Ef smit fer að berast um starfsmannahópana getur það valdið miklum erfiðleikum. ...