Verkalýðsfélagið Efling hefur í þeim kórónuveirufaraldri sem geisað hefur vikum saman hér á landi haldið úti verkföllum í viðbót við nær óviðráðanlega ógn. Þetta hefur verið óskiljanlegt flestu fólki og algerlega úr takti við ástandið í samfélaginu.

Svo kom að því að verkföllin voru hætt að skipta máli enda lítið starf í skólum og æ færri sem hafa áhuga á að senda börn sín þangað og þá slær Efling verkföllum sínum á frest. Tilgangurinn virðist eingöngu að spara verkfallssjóðinn og halda í það litla álit sem forysta félagsins nýtur enn.

Enginn skyldi halda að frestun verkfallanna sé af góðum hug, að samningsviljinn hafi gert vart við sig eða að kröfurnar hafi nálgast raunveruleikann, enda fylgja hótanir um að setja af stað jafnvel enn meiri verkfallsaðgerðir „innan nokkurra vikna“.

Að auki fylgdi tilkynningu um frestun árás á þau sveitarfélög sem ekki vilja beygja sig undir fráleitar kröfur um að...