Öryggismiðstöðin býður upp á nýja þjónustu á höfuðborgarsvæðinu varðandi viðgerðir á hjálpartækjum sem lánuð eru út af Sjúkratryggingum Íslands. Öryggismiðstöðin mun nú sækja hjálpartæki heim til fólks sem þarf á viðgerðarþjónustu að halda, því að kostnaðarlausu. Gildir þetta fyrir öll tæki sem lánuð hafa verið út frá SÍ. Hægt er að hringja í símann 570-2400.