Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna voru sammála á fjarfundi sínum í gær um að Kínverjar væru að reyna að afvegaleiða umræðuna um kórónuveirufaraldurinn að sögn Mike Pompeos, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sagði Pompeo eftir fundinn að allir ráðherrarnir hefðu verið mjög meðvitaðir um að kínverski kommúnistaflokkurinn væri að reyna að villa um fyrir fólki.

Kínverskir fjölmiðlar og embættismenn hafa nýverið gefið þeirri kenningu undir fótinn að veiran hafi ekki átt upptök sín í Wuhan, heldur á Ítalíu, og jafnframt að veiran sé bandarísk að uppruna.