Útbreiðsla kórónuveikinnar er talin lúta útbreiðslutölunni Ro = 2,5 sem merkir að hver smitandi einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Þá þurfa 60% þjóðarinnar að verða með ónæmi (mótefni) til að faraldurinn stöðvist.

Í grein sem fyrrverandi og núverandi sóttvarnalæknar, landlæknir og yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum skrifa í blaðið í dag kemur fram að ef það takist að lækka Ro-töluna dragi umtalsvert úr hlutfalli þeirra sem þurfi að hafa ónæmi í samfélaginu til að faraldurinn stöðvist. 35