Karl Bretaprins
Karl Bretaprins
Staðfest var í gær að Karl, prins af Wales og ríkisarfi Bretlands, hefði smitast af kórónuveirunni. Karl, sem er 71 árs gamall, er að sögn talsmanna bresku krúnunnar með mild einkenni en annars við „góða heilsu“. Camilla, eiginkona hans, er ekki smituð, en bæði eru í sjálfskipaðri einangrun í Balmoral-höll í Skotlandi. Sinnir Karl nú verkefnum sínum heiman frá sér.

Elísabet drottning sá son sinn síðast 12. mars og er enn við fulla heilsu. Fylgir hún allri ráðgjöf sérfræðinga um hvernig eigi að verjast kórónuveirunni.