Átak Allir að setja bangsa út í glugga!
Átak Allir að setja bangsa út í glugga! — Morgunblaðið/Ásdís
Búið er að stofna á Facebook-vefinn Bangsaleit á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fólk er hvatt til að setja bangsa út í glugga hjá sér. Er þetta hugsað fyrir börn sem farið er með út í göngutúr í hverfinu, til að viðra þau og aðra fjölskyldumeðlimi í miðjum kórónuveirufaraldri. Geta þau t.d. talið bangsana á göngu sinni og haft gaman af.

„Það er eitthvað svo fallegt við þessa bangsaleitarhugmynd og á tímum þar sem börn hitta ekki mikið vini og stórfjölskyldu þá væri gaman að auka gleðina í labbitúrunum! Setjum bangsa í gluggann. Endilega bjóðið að vild í hópinn,“ segir á vefnum.