Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að samgöngubann líkt og kallað hefur verið eftir yrði skammgóður vermir. Þannig væri aðeins hægt að fresta faraldrinum en ekki losna við hann.

Fræðilegar rannsóknir sýndu að til þess að ná þeim árangri þyrfti loka svæðið af í mjög langan tíma, eða eitt til tvö ár. Annars myndi faraldurinn koma í bakið á mönnum.