Nám barna ónýtist ekki þó að þau séu heima á meðan veiran gengur yfir
Landlæknir og sóttvarnalæknir leggja nokkuð á sig þessa dagana til að koma börnum í skóla. Í þessum tilgangi sendu embættismennirnir til dæmis bréf til skólastjórnenda, kennara og foreldra til að „árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi“. Þeir sem fengu bréfið hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna þeim sem eru í forystu fyrir sóttvörnum er svo í mun að börn hópist saman og séu í návígi hvert við annað og kennara sína á þessum veirutímum. Minnka líkur á að smit dreifist með því að börn fari í skóla? Varla.

Dæmi hafa þegar komið upp hér á landi þar sem stórir hópar hafa farið í sóttkví vegna smita sem tengjast skólum. Nægir að minna á forsætisráðherra í þessu sambandi, sem lenti í því að sonur hennar fór í sóttkví vegna þess að starfsmaður skóla hans reyndist smitaður.

Sem betur fer virðist þetta hafa farið vel en augljóst er af...