— Morgunblaðið/Eggert
Tómlegt er um að litast á ferðamannaslóðum, ekki síst á Suðurnesjum þar sem tekið er á móti flestum ferðamönnum. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er gott dæmi um það. Þar voru felldar niður 55 flugferðir í gær. Aðeins lentu 6 flugvélar af 36 sem gert var ráð fyrir og 5 vélar flugu af stað af þeim 30 sem voru á áætlun flugfélaganna. Afgreiðslusalir flugstöðvarinnar voru hálftómir, engar biðraðir og aðeins örfáir bílar á bílastæðunum. Enn tómlegra var um að litast við Bláa lónið enda hefur því verið lokað út aprílmánuð. 28