Þegar margt í okkar daglegu rútínu stendur okkur ekki til boða um stundarsakir birtast hin raunverulegu gæði lífsins okkur ljóslifandi.
Jóhanna Gísladóttir
Jóhanna Gísladóttir
Manstu eftir skrímslinu undir rúminu sem hélt fyrir þér vöku í æsku, hvernig þú forðaðist að fara ein/n niður í myrkan kjallara eins og heitan eldinn eða ónotatilfinningunni sem fylgdi því að horfa á umfjöllun um stríð í fréttunum og hugsa til þess að einn daginn gæti einhverjum ribbaldanum dottið í hug að ráðast á Ísland?

Þegar við fullorðnumst lærum við sem betur fer að gera greinarmun á raunverulegri og óraunverulegri ógn, lærum að takast á við erfiðleika og áskoranir og lærum hvaða aðferðum hægt er að beita til að hafa sem mesta stjórn á eigin lífi og líðan. Þó er ekki hægt að horfa framhjá því að það er margt sem við stjórnum ekki í þessari veröld. Að til eru raunverulegar ógnir sem geta breytt lífinu sem við lifum í dag eða haft neikvæð áhrif á fólkið sem við elskum. Ógnir sem minna okkur á hversu vanmáttug við erum í raun.

Á þeim tímapunkti stöndum við í dag, þótt Covid 19-kórónuveiran valdi okkur vissulega...