Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, hefur sagt upp störfum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Sendi hún stjórn SÁÁ tölvupóst þess efnis í gær. Valgerður hefur verið yfirlæknir samtakanna frá maímánuði 2017 þegar hún tók við starfinu af Þórarni Tyrfingssyni. Hafði hún fram að því verið sérfræðilæknir og yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi í 18 ár.

Ástæða uppsagnarinnar er sögð vera djúpstæður ágreiningur við Arnþór Jónsson, formann SÁÁ. Hann er starfandi formaður á skrifstofu samtakanna og hefur því átt í nánu samstarfi við Valgerði á umliðnum árum. Hann tók við formennsku í samtökunum árið 2013 þegar Gunnar Smári Egilsson lét af þeim störfum.

Á sér langan aðdraganda

Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins hefur ágreiningurinn átt sér ýmsar birtingarmyndir en náði hámarki í gær í kjölfar þess að stjórn

...