Leyndarhyggja kommúnistaflokksins hefur afhjúpað bresti stjórnarfarsins

Kínversk stjórnvöld hafa verið dugleg upp á síðkastið við að hrósa sjálfum sér fyrir fumlaus og örugg viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Er þá jafnan bent á stöðuna í hinum vestrænu lýðræðisríkjum, nú þegar faraldurinn er þar á byrjunarstigi, en á sama tíma er forðast að nefna viðbrögðin í Suður-Kóreu, Japan eða Taívan, sem einnig hafa náð góðum árangri gegn veirunni, þrátt fyrir að vera ekki alræðisríki.

Tsjernóbyl-slysið og viðbrögð stjórnvalda í Sovétríkjunum við því urðu á sínum tíma til þess að eyða því litla sem eftir var af trúverðugleika þeirra, þar sem það varpaði skýru ljósi á þá staðreynd að í engu var hægt að treysta á þær yfirlýsingar sem stjórnvöld gáfu. Þaggað var niður í þeim sem vildu vara við, og stofnanir lögðust á eitt í afneitun vandamálsins.

Um leið stofnuðu Sovétmenn ekki bara sínu eigin fólki, heldur flestum þjóðum Austur-Evrópu, í umtalsverða hættu, þar sem alls ekki mátti kasta rýrð á ímynd flokksins

...