Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

„Það eru vissulega erfiðir tímar, en lög gilda líka á erfiðum tímum,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, aðspurður hvort til greina kæmi að draga til baka kröfu um bætur frá ríkinu vegna fjártjóns við úthlutun á heimildum til veiða á makríl í kjölfar tveggja dóma Hæstaréttar frá 6. desember 2018. ,,Við yrðum ekki spurð að því hvort illa stæði á hjá okkur hefðum við valdið ríkisvaldinu skaða,“ bætti hann við. Sjö fyrirtæki hafa gert kröfu um bætur frá ríkinu samtals að upphæð um 10,2 milljarða króna auk þess sem krafist er hæstu mögulegu vaxta.

Reikningurinn verður ekki sendur skattgreiðendum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að þessi krafa vekti reiði: „Þetta er ekki góð leið til að vekja samhug á þessum tímum,“ sagði Katrín, á sama tíma og...