Rangárbakkar Landsmót á Hellu hafa yfirleitt verið fjölsótt.
Rangárbakkar Landsmót á Hellu hafa yfirleitt verið fjölsótt. — Morgunblaðið/Ómar

Ekkert landmót hestamanna verður í ár. Landsmótinu sem vera átti á Rangárbökkum við Hellu í byrjun júlí hefur verið frestað um tvö ár. Jafnframt var landsmótinu sem halda átti hjá hestamannafélaginu Spretti í Kópavogi eftir tvö ár frestað til ársins 2024.

Ástæðan fyrir frestun landsmótsins er áform um að takmarka fjöldasamkomur í sumar við 2.000 manns. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, framkvæmdastjóri landsmótsins á Hellu, segir að mótið gangi ekki upp miðað við þann fjölda. Fram hefur komið áður að til þess að landsmót standi undir kostnaði þurfi 6-7 þúsund gesti. Mótshaldarar á Hellu stefndu að 8 til 10 þúsund manns.

Mikið lagt í undirbúning

„Þetta er gífurlegt áfall. Við erum búin að leggja mikla fjármuni í verkefnið, sem hefur þróast vel, og útlit var fyrir öflugt mót,“ segir Eiríkur.

Landsmót hestamanna eru haldin annað hvert ár, á móti Heimsleikum íslenska hestsins. Þegar

...