Óvissa og óöryggi hellist nú yfir samfélagið sem aldrei fyrr. Efnahagshrunið 2008 var slæmt en þetta stefnir í að verða verra. Enn einn aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar leit dagsins ljós í fyrradag. Ég ætla ekki að tala um hvað felst í honum frekar en hinum, heldur hvað er í engum þeirra að finna. Við í Flokki fólksins teljum að það sem vanti séu alger forgangsmál og eigi síðri en björgunaraðgerðir fyrir fyrirtæki og fjármagnsöfl.

Við viljum sjá að fjölskyldur, láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar séu viðurkenndir hópar í samfélaginu. Þetta fólk er að ganga í gegnum sömu erfiðleika og allir aðrir. Það er miklu fleira sem byggir samfélagið en einungis fyrirtæki, þó vitanlega vinni þetta allt saman. Ég geri mér fulla grein fyrir því að án fyrirtækjanna þá gengi ekkert upp. Þau eru nauðsynleg tannhljól í gangverki samfélagsins. En það er samt ólíðandi að horfa upp á sívaxandi kaupmáttarrýrnun hjá fátækasta fólkinu. Alltaf þegar vandi steðjar að er litið svo

...

Höfundur: Inga Sæland