Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Víða í Evrópu er kórónuveirufaraldurinn mikið til genginn niður. Ný tilvik eru aðeins brot af fjöldanum þegar faraldurinn náði hámarki.

Hér á grafinu má sjá dreifingu nýrra tilvika í níu Evrópulöndum. Súlurnar sýna fjölda tilvika á dag og eru, líkt og á Íslandi, nánast horfnar.

Gögnin eru sótt á vef Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum.

Alls 39 tilvik voru skráð í Austurríki í fyrradag. Þegar mest lét voru tilvikin um 1.300 á dag.

Sömu sögu er að segja frá Eystrasaltslöndunum.

Aðeins eitt tilvik greindist í Eistlandi í fyrradag en mest greindust 134 tilvik á dag. Átta tilvik greindust í Lettlandi í fyrradag en þau urðu mest 48. Fjögur tilvik greindust í Litháen en urðu mest 90 á dag. Með sama áframhaldi stefnir í að engin ný tilvik greinist í þessum þremur löndum í fyrri hluta maí.

...