Ljóðskáldin Upplýst var í Gunnarshúsi í gær hvaða fimm höfundar eru tilnefndir til Maístjörnunnar í ár.
Ljóðskáldin Upplýst var í Gunnarshúsi í gær hvaða fimm höfundar eru tilnefndir til Maístjörnunnar í ár. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í fjórða sinn í maí. Upplýst var í Gunnarshúsi í gær hvaða höfundar væru tilnefndir til Maístjörnunnar í ár. Tilnefnd eru Jónas Reynir Gunnarsson fyrir Þvottadagur sem Páskaeyjan gefur út; Kristín Eiríksdóttir fyrir Kærastinn er rjóður sem JPV gefur út; Sigurlín Bjarney Gísladóttir fyrir Undrarýmið sem Mál og menning gefur út; Þórður Sævar Jónsson fyrir Vellankatla sem Partus gefur út og Þór Stefánsson fyrir Uppreisnir sem Oddur gefur út. Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2019 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Guðrún Steinþórsdóttir, fyrir

...