Eftir Anton Vasiliev: „Í föðurlandsstríðinu mikla misstu Sovétríkin um 27 milljónir manna, en það eru 40% af öllu manntjóni í seinni heimsstyrjöldinni.“
Anton Vasiliev
Anton Vasiliev

Þann 9. maí 1945, kl. 00:43 að staðartíma Moskvu, var undirrituð yfirlýsing um skilyrðislausa uppgjöf Þýskalands. Þar með var bundinn endi á föðurlandsstríðið mikla. Það hófst þann 22. júní 1941 með sviksamlegri árás þýskra nasista og fylgiríkja þeirra á Sovétríkin, en lauk með algerum sigri á innrásaraðilum. Hið mikla föðurlandsstríð Sovétríkjanna gegn Þýskalandi Hitlers er mikilvægasti og afdrifaríkasti hluti seinni heimsstyrjaldarinnar (1939-1945), mestu hernaðarátaka sögunnar.

Styrjöld þessi breytti gangi mannkynssögunnar, örlögum manna og pólitísku landslagi heimsins. Sigurinn var hinu dýrasta verði keyptur: hann kostaði milljónir mannslífa. Í föðurlandsstríðinu mikla misstu Sovétríkin um 27 milljónir manna, en það eru 40% af öllu manntjóni í seinni heimsstyrjöldinni. Styrjöldin markaði spor í lífi sérhvers Sovétmanns; varla fannst sú fjölskylda sem hafði ekki misst föður, son, bróður eða eiginmann á vígstöðvunum. Sérhver maður...