Aron Þórður Albertsson

aronthordur@mbl.is

Horft verður til þess að ná fram 30-40% betri nýtingu á flugáhöfnum Icelandair í nýjum kjarasamningum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins innan úr flugfélaginu.

Ekki verður endilega farið fram á launalækkanir heldur verður samningurinn skoðaður heildstætt. Verður áhersla lögð á að ná einingakostnaði fyrirtækisins niður til að gera fyrirtækið betur samkeppnishæft á alþjóðavísu.

Eru framangreindar tölur aðeins innan þeirra launalækkana sem ráðgjafi eins af stóru hluthöfum fyrirtækisins hefur sagt nauðsynlegar. Hefur hann jafnframt sagt að með 30-40% betri nýtingu sé einfaldlega ekki gengið nógu langt. Meira þurfi til ætli félagið sér að vera í stakk búið til að mæta samkeppni erlendra lággjaldaflugfélaga.

Flugfreyjurnar of dýrar

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær...