Sýnataka Starfsfólk Landspítalans færi inn í flugstöðina til að taka sýni.
Sýnataka Starfsfólk Landspítalans færi inn í flugstöðina til að taka sýni. — Morgunblaðið/Eggert

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Sýni sem tekin verða af ferðafólki sem kemur til landsins verða flutt til Reykjavíkur og greind á rannsóknarstofu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Ekki á að taka nema 5 klukkustundir að fá niðurstöðu. Yfirlæknir deildarinnar segir að til sé ný tækni til sýnatöku og greiningar sem geri það kleift að greina sýnin á staðnum og afgreiða á 15 mínútum. Slík tæki hafa ekki verið fáanleg.

Verkefnahópur sem heilbrigðisráðherra hefur skipað til að stýra undirbúningi og framkvæmd sýnatöku og greiningu kórónuveiru meðal farþega sem koma til landsins á að taka til starfa næstkomandi mánudag. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, reiknar með að spítalinn skili upplýsingum til starfshópsins um fjölda starfsmanna og fyrirkomulag á mánudag en deildinni verður falið að annast sýnatökurnar á Keflavíkurflugvelli og greina sýni.

Ljóst er

...