Þúkýdídes Sigurjón Björnsson þýddi stórvirki hans.
Þúkýdídes Sigurjón Björnsson þýddi stórvirki hans.
Á farsóttartímum er forvitnilegt að rifja upp elstu sagnfræðiheimild sem til er um slíkan faraldur. Árið 430 f. Kr., snemma í stríðinu milli Aþeninga og Spartverja, gaus upp skelfileg drepsótt í Aþenu. Sagnritarinn Þúkýdídes segir frá þessum atburði í Sögu Pelópseyjarstríðsins , sem kom út í afar vandaðri þýðingu Sigurjóns Björnssonar prófessors árið 2014. Talið er að allt að 100 þúsund manns hafi dáið af völdum plágunnar sem var vísast mjög skæð flekkusótt ( typhus ) eða taugaveiki ( typhoid ), þótt áreiðanleg sjúkdómsgreining sé erfið nú 2450 árum síðar.

Þúkýdídes, sem sjálfur var Aþeningur, skýrir frá því að farsóttin hafi byrjað í Eþíópíu og breiðst yfir Austurlönd nær til Grikklands, uns hún skall skyndilega á Aþenuborg. Læknarnir stóðu ráðþrota og eins og endranær voru heilbrigðisstéttirnar í mestri hættu. Mannleg úrræði dugðu ekkert og enn síður áköll til...

Höfundur: Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is