Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir

Forsætisráðherra segir að það sé ekki vilji ríkisstjórnarinnar að fyrirtæki ráðist í uppsagnir í stað þess að nýta sér hlutabótaleiðina áfram. Það sé þó í sumum tilvikum óhjákvæmilegt. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að í nýsamþykktum lögum á Alþingi felist ekki hvati fyrir fyrirtæki til að ráðast í uppsagnir, enda sé forsendan nánast algert tekjufall.

Lauslega er gert ráð fyrir að 27 milljarðar fari úr ríkissjóði til fyrirtækja í formi stuðnings við greiðslu launa á uppsagnarfresti og að samtals verði útgjöld vegna hlutabótaleiðarinnar 34 milljarðar. Þessi tvö úrræði voru lögfest í nýrri mynd á Alþingi á föstudagskvöld, þar sem skilyrði fyrir hlutabótaleiðinni voru hert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ný lög ekki munu fela í sér hreina viðbót við ríkisútgjöldin, heldur gerð í von um að forða gjaldþrotum. Ríkið hefði orðið ábyrgt fyrir launum hluta þeirra sem hefðu ella ekki fengið laun frá gjaldþrota vinnuveitendum.

...