Woodrow Wilson
Woodrow Wilson
Demókratinn Woodrow Wilson, sem gegndi embætti forseta Bandaríkjanna frá 1913-1921 og var þar áður rektor Princeton-háskólans, var um helgina tekinn úr nafni skólans vegna „sjónarmiða og stefnu um kynþáttamisrétti“. Krafa um þetta er ekki ný af nálinni í skólanum og kom til dæmis upp fyrir fimm árum þegar námsmenn fóru í setuverkfall til að slíta tengsl forsetans fyrrverandi og skólans.

Nú kann þetta að vera réttmæt aðgerð og ef til vill á ekki að kenna skóla eða annað við menn, enda kemur stundum á daginn að þeir eru breyskir og hafa skoðanir sem endast ekki alltaf vel.

Týr Viðskiptablaðsins vék að miklum áhuga á endurskoðun sögunnar í liðinni viku og vitnaði í því sambandi í Orwell, sem skrifaði í 1984: „Hvert einasta skjal og skýrsla hefur verið eyðilögð eða fölsuð, hver bók endursamin, hvert málverk málað upp á nýtt, hver myndastytta, gata og bygging hefur fengið nýtt nafn, sérhverri dagsetningu verið breytt....