Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Í störfum fyrir samfélagið er mér metnaðarmál að skapa tækifæri fyrir unga fólkið. Þar er margt undir, til dæmis nýsköpun byggð á auðlindum svæðisins og að fjölga möguleikum þeirra sem vilja afla sér menntunar í heimabyggð,“ segir Lilja Einarsdóttir, nýr sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.

„Búa þarf svo um hnúta að sveitarfélagið hafi möguleika til vaxtar og sóknar. Til þess að svo megi verða er margt undir og eitt af því er til dæmis að hafa alltaf tiltækt nægt framboð lóða fyrir fjölbreytta búsetu og atvinnustarfsemi. Nú er á lokametrum hjá okkur vinna við deiliskipulag fyrir skóla- og íþróttasvæði hér á Hvolsvelli, miðbæjarskipulag sem gerir ráð fyrir fjölbreyttri þjónustu og samkomusvæði auk byggðar með vel á annað hundrað íbúðir.“

Nýta styrkleikana

Rangárþing eystra nær frá Jökulsá á...